Michel Lynch Sauvignon Blanc 2017

Vinotek segir;

„Cazes-fjölskyldan hefur verið fyrirferðarmikil í Bordeaux um langt skeið. Hún á og rekur nokkur af þekktustu vínhúsum svæðisins, fyrir tveimur árum festi hún kaup á Chateau Haut-Batailley en þekktasta vínhúsið er eftir sem áður Chateau Lynch-Bages. En Cazes framleiðir einnig „venjuleg“ Bordeaux-vín og gerir það bara ansi vel í vinlínunni Michel Lynch.

Lynch-Bages var upprunlega stofnað og lengi í eigu Lynch-fjölskyldunnar en síðasti Lynch-inn sem þar var húsráðandi var einmitt Michel Lynch, sem jafnframt var borgarstjóri Pauillac á tímum frönsku byltingarinnar.

Michel Lynch Sauvignon Blanc er gert úr þrúgum frá svæðunum Graves og Entre-Deux-Mers, það er fölgult með grænum tónum, grösugt og fersk í nefi, nettlur, limebörkur og granatepli. Ferskt og hressilegt í munni.

2.299 krónur. Frábær kaup. Flottur fordrykkur eða kokteilboðavín. Með grillaðri bleikju. “

Share Post