Laurent Miquel Pas de Géant 2016

„Hjónin Laurent og Neasa Miquel koma annars vegar frá Languedoc í Frakklandi (Laurent) og hins vegar Írlandi (Neasa) og nöfn nokkurra vína hússins endurspegla þetta fransk-írska samband. Pas de Geant er eitt þeirra en franska hugtakið „pas de geant“ má þýða sem „risaskref“ og vísar til Giant‘s Causeway sem er stuðlabergstangi á norðurströnd Írlands. Laurent Miquel Pas de Géant 2016 er Syrah-Grenache-blanda, dökkt, ungt og sprækt. Fjólublátt á lit og í nefi krækiber, lakkrís, svartar ólífur, vínið  kryddað, piprað, mjög þurrt. 2.399 krónur. Frábær kaup. Gefið víninu tíma til að opna sig. Vín fyrir bragðmiklan franskan mat, lamb, önd og ekki verra að hafa mikið af kryddjurtum. “

Share Post