Muga Rosé 2017

Víngarðurinn segir;

Það eru afar traust kaup í rósavíninu frá Muga rétt eins og öðrum vínum frá þessari frábæru víngerð og það er blandað úr þrúgunum Garnatcha, Tempranillo og Viura og hefur laxableikan lit. Það er meðalopið og rautt í nefi með angan af jarðarberjum, rifsberjum, melónu, sætri sítrónu, mandarínu, vaxi og blautum steini. Það er samt bara rétt tæplega meðalbragðmikið í munni með ferska og góða sýru og keim af sítrónu, greipaldin, jarðarberjum, rifsberjum, mandarínu, steinefnum og krydduðum tónum sem minna á saltlakkrís. Þetta má gjarnan hafa á undan matnum en það er ekki síðra með tapas, allskonar forréttum, salötum, fiski og ljósu kjöti. Vonandi verður nýr árgangur kominn í búðir áður en sumri hallar.

Verð kr. 2.599.- Frábær kaup.

Share Post