Geyser Peak Chardonnay 2017

 

Vínótek segir;

The Geysers í norðurhluta Kaliforníu er stærsta jarðhitasvæði veraldar og auðvitað nefnt eftir Geysi í Haukadal. Þar skammt frá er að finna þorpið Geyserville og eitt af eldri vínhúsum Kaliforníu, Geyser Peak Chardonnay-þrúgan unir sér yfirleitt vel í Kaliforníu. Þetta hvítvín frá Geyser Peak er fölgult á lit, ávöxturinn er sætur og sólríkur, ferskjur, mildur sítrus og suðrænir ávextir og þroskaðar melónur og vanillusykur. Það er létt og þægilegt í munni, mild sæta og þægileg sýra,.

2.199 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling og matarmiklum salötum, t.d. Caesar-salati.

Share Post