Hess Collection Allomi Napa Valley Cabernet Sauvignon 2016

Vinotek segir;

„Allomi er vínekra við rætur austurhlíða Howell Mountain í Napa dalnum í Kaliforníu. Meginþungi blöndunnar eða 85% er auðvitað Cabernet Sauvignon en í henni er líka að finna Petite Syrah, Petit Verdot, Malbec og Merlot.

Dökkt á lit, dimmfjólublátt, ávöxturinn er heitur, mjúkur og sætur, plómur og sólber. Eikin er framarlega og alltumlykjandi með vanillutónum, mokka og vindlakassa. Áferðin er þykk og mjúk með sýru sem heldur v´ninu fersku.

 3.999 krónur. Frábær kaup. Elegant og flott vín fyrir t.d. grillað lamb og naut, jafnvel í kröftugri marineringu eða með BBQ-sósu. “

Share Post