Amalaya Tinto de Corte 2016

 

Vínótek segir;

Vínin frá Amalaya koma frá háfjallahéraðinu Salta nyrst í Argentínu en þar er að finna þær ekrur sem eru hvað hæst yfir sjávarmáli í veröldinni. Vínhúsið er í eigu Hess og með þeím nútímalegri og alþjóðlegustu á svæðinu. Rauðvínið Tinto de Corte er þriggja þrúgna blanda, Malbec er í aðalhlutverki eins og algengt er með argentínsk vín en fær þarna aðstoð af Petit Verdot og Tannat. Sú síðastnefnda er frönsk að upplagi en hinar og er ekki algeng utan heimahaganna nema þá helst í Uruguay, nágrannaríki Argentínu, þar sem að hún hefur af einhverjum ástæðum haslað sér völl. Ávöxturinn er dökkrauður og mjög kryddaður, sultuð kirsuber og plómur, þurrkuð blóm, í munni mjúkt, þægilegt, með sætum og þykkum ávexti og áberandi blómatónum, langt og þétt.

2.499 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Mikið vín fyrir peninginn. Með grilluðum lambakótilettum.

Share Post