Spaghetti Carbonara

Uppskrift

400 g Dececco spaghetti

200 g beikon

50 g smjör

3 hvítlauksrif

3 egg

40 g rifinn parmesan ostur + topping

40 g rifinn pecorino ostur + topping

Salt og pipar

 

Aðferð

Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni þar til „al dente“ (10-12 mínútur).

Á meðan má klippa niður beikonið, merja hvítlauksrifin heil og steikja hvorutveggja upp úr smjörinu við meðalháan hita þar til beikonið verður stökkt.

Rífið einnig niður ostana og pískið eggin í sér skál og piprið eftir smekk, geymið.

Þegar spaghetti er tilbúið má veiða það upp úr pottinum og setja beint á pönnuna með beikoninu (fjarlægið fyrst hvítlauksrifin) og velta því vel upp úr beikonfeitinni.

Takið næst af hellunni (eða hafið áfram á henni á lágum hita), setjið ostinn og pískuð eggin á pönnuna og veltið öllu um í 1-2 mínútur eða þar til rjómakennd sósa hefur myndast. Ef ykkur finnst sósan of þurr má setja smá pastavatn saman við. Varist einnig að hafa spaghetti á of heitri hellu þegar þið hellið eggjunum og ostinum saman við því þá eldast eggin of hratt og kekkjast/verða að eggjahræru en ekki sósu.

Berið strax fram með rifnum parmesan/pecorino osti, salti og pipar.

Vínó mælir með: Muga rósavín með þessum rétt. 

Uppskrift: Gotteri.is

Share Post