Sóley

Eitt glas á fæti

Hráefni

30 ml Remy Martin Fine Champagne VSOP 

30 ml Cointreau 

15 ml límónusafi, nýkreistur 

½ tsk. sykur klaki appelsínusneið, til að skreyta drykkinn ef vill 

Aðferð

Setjið allt hráefni í kokteilahristara sem hefur verið fylltur með klökum. Hristið vel og hellið í gegnum sigti yfir í kælt glas. Skreytið drykkinn með appelsínusneið ef vill.

 

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Guðný Hrönn Antonsdóttir

Myndir/Hákon Davíð Björnsson