Ástríðu Bellini

1 coupe freyðivínsglas

Hráefni

3 cl Passoa ástaraldinlíkjör 

12 cl Lamberti Prosecco 

Aðferð

Hellið Passoa ofan í glasið og setjið svo Prosecco, hér má auðvitað leika sér aðeins með hlutföll. Skafið ræmu af límónu og snúið upp á og festið á glasið áður en það er borið fram. Fallegt er að setja svolítið ástaraldin út í glasið en það þarf ekki.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Guðný Hrönn Antonsdóttir

Myndir/Hákon Davíð Björnsson