Bjórleginn kjúklingur með grilluðum ananas

Fyrir um 4 manns

Hráefni

Um 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri

1 ferskur ananas

1 flaska Stella Artois bjór

80 g balsamic edik

40 g ólífuolía

30 g hlynsýróp

½ laukur (saxaður smátt)

2 msk. jalapeno úr krukku (saxað)

2 rifin hvítlauksrif

½ tsk. salt

Kjúklingakrydd

Kóríander til að strá yfir

Aðferð

Affrystið kjúklinginn og þerrið kjötið.

Flysjið ananasinn og skerið í um 1 cm þykkar sneiðar.

Blandið öllum hráefnum fyrir utan ananas og kjúkling saman í skál til að útbúa marineringuna.

Geymið um 50 ml af henni til að pensla á kjötið síðar, setjið um 50 ml yfir ananassneiðarnar og hellið restinni yfir kjúklinginn, setjið hvorutveggja inn í ísskáp og geymið í um 3-4 klukkustundir.

Grillið kjúklinginn síðan á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið, penslið auka marineringu á hann og kryddið með kjúklingakryddi.

Leyfið kjúklingnum síðan að hvíla á meðan þið grillið ananasinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Stráið kóríander síðan yfir og njótið.

Hægt er að bera réttinn fram beint svona en einnig er gott að hafa kalda sósu og kartöfluklatta með.

Vínó mælir með: Stella Artois með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri.is