Jólapúns

Fyrir 5-7 glös

Hráefni

1 appelsína

1 epli (jonagold)

1 flaska (750 ml) Adobe Reserva rauðvín

100 ml Contreau líkjör

100 ml appelsínusafi

200 ml trönuberjasafi

150 g frosin/fersk trönuber

50 g sykur

3 stk. stjörnuanís

2 kanilstangir

Aðferð

Skerið appelsínuna í þunnar sneiðar og eplið í teninga (með hýðinu).

Hrærið næst öllum hráefnum saman í skál, lokið vel og kælið yfir nótt.

Setjið nokkra klaka í glas og fyllið síðan með púns.

Uppskrift: Gotteri.is