Marinerað lambaprime með bökuðu grænmeti, grænum baunum og rjómasósu

Hráefni

Lambaprime, 2x 250 g

Rósmarín ferskt, 2 stilkar

Hvítlaukur, 2 rif

Kartöflur, 350 g

Gulrætur, 150 g

Herbs Provence, 1 tsk

Grænar baunir, 100 g

Rjómi, 250 ml

Nautakraftur, 1 msk / Oscar

Dijon sinnep, 1 tsk

Parmesanostur, 7,5 g

Sósulitur, eftir smekk

Sósujafnari, eftir smekk

Aðferð

Saxið rósmarín (geymið stilkana) og pressið hvítlauk. Setjið kjötið í skál með olíu, salti, rósmarín og hvítlauk. Blandið vel saman og látið marinerast í 30 mín.

Stillið ofn í 180°C með blæstri.

Skerið gulrætur og kartöflur í bita. Veltið upp úr olíu, salti og Herbs Provence kryddblöndu. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í neðstu grind í ofni í 30-35 mín.

Setjið rjóma, rósmarínstilka, sinnep og kjötkraft í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Rífið parmesanost saman við og látið malla í nokkrar mín. Notið sósujafnara og sósulit eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar.

Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita. Brúnið kjötið vel á öllum hliðum 5-6 mín. Bætið smjörklípu út á pönnuna á dreypið bráðnu smjörinu yfir kjötið. Færið kjötið í eldfast mót og bakið í 12-15 mín (fer eftir þykkt) eða þar til kjarnhiti hefur náð 65°C. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín áður en það er skorið.

Hitið vatn að suðu í litlum potti. Bætið grænum baunum út í pottinn, slökkvið á hitanum og látið standa í nokkrar mín. Sigtið vatnið svo frá.

Vínó mælir með: Vina Real Reserva með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir