Jólaglögg

Hráefni

2 l Adobe Reserva rauðvín

4 msk. sykur

100 g heilar heslihnetur

100 g rúsínur

4 mandarínur + negulnaglar (c.a 8 í hverja)

5 kanilstangir heilar

200 ml vodka

1 ½ l Z-Up

Aðferð

Leggið rauðvín, sykur, hnetur, rúsínur, mandarínur með negulnöglum og kanilstangir í bleyti yfir nótt.

Hitið að suðu, lækkið næst hitann síðan og haldið heitu í um klukkustund.

Í lokin má bæta Z-Up saman við í nokkrum skömmtum ásamt vodka og aðeins hitað með blöndunni við vægan hita.

Uppskrift: Gotteri.is