Freyðivín fyrir áramótaveisluna

Nú árið er senn liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, eins og segir í þekktu kvæði. Þá er við hæfi að líta til baka, gleðjast yfir því sem vel tókst til og læra af því sem miður fór. Og já – það tilheyrir líka að skjóta tveimur ólíkum hlutum upp í loftið; annars flugeldum og hins vegar töppum úr freyðivínsflöskum. Hvers vegna? Nú kannski vegna þess að tappinn táknar gamla árið, fokinn út í veður og vind verður ekki troðið í tímans flösku aftur, um leið og vínið sem flæðir út stendur fyrir nýja árið sem ryðst fram með öllum sínum ófyrirsjáanleika og möguleikum. Hér er að finna nokkrar góðar freyðivínstegundir sem við mælum með fyrir áramótaveisluna;

Amaluna Brut Organic

Þetta lífræna og fallega vín er afar gott og óhætt að mæla með því. Emiliana-vínhúsið er frá Casablanca-dalnum í Síle, vínið er lífrænt, gert úr blöndu af chardonnay og pinot noir þrúgunni. Fölsítrónugult að lit og freyðir á léttan og fíngerðan hátt og hefur ferska sýru. Vínið er ósætt. Ávaxtaríkt vín en greina má límónu, ananas, epli og aðeins ristaða tóna. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem eru vegan. Gott vín sem fordrykkur eða með smáréttum.

Cune Brut Reserva

Fínlegt og elgant freyðivín frá Cune. Vín með létta freyðingu og ferska sýru. Vel má greina peru, epli, eplakjarna og sítrus. Mjög skemmtilegt freyðivín bæði eitt og sér en einnig mjög gott með fiskréttum, grænmetisréttum, smáréttum og eftirréttum.

Conde De Haro Brut Reserva

Hér er á ferðinni afar skemmtilegt Cava sem stundum hefur verið kallað kampavín Spánverja því það er nefnilega gert með sömu aðferð og kampavín en yfirleitt úr öðrum þrúgum. Hér eru viura og chardonnay þrúgurnar í aðalhlutverki. Þetta dásamlega freyðivín frá hinum virta vínframleiðanda Muga passar vel með hátíðarmatnum enda allt gott og vandað sem kemur frá þeim. Vínið er ljósgult að lit með góða fíngerða freyðingu, góð sýra. Í munni má greina greipaldin, sítrusávexti og brioche-brauð. Þetta er gott eitt og sér en passar líka vel með forréttum og fiski.

Pizzolato Pinot Grigio Extra Dry

Mjög skemmtilegt freyðivín frá Ítalíu í fallegri flösku. Vínið hefur smá sætuvott, létta freyðingu og ferska sýru. Hér má greina peru, græn epli og ferskju. Frábær kostur fyrir þá sem eru vegan. Gott vín sem fordrykkur eða með smáréttum.

Pizzolato Rose Violette Extra Dry

Fallega ljóslaxableikt á lit með sætuvott, fínlega freyðingu og ferska sýru. Vel má greina hindber og jarðarber. Frábær kostur fyrir þá sem eru vegan. Tilvalið freyðivín í áramótaveisluna bæði sem fordrykkur eða með smáréttum.

Pizzolato Moscato Dolce

Einstaklega skemmtilegt sætt freyðivín frá Ítalíu með létta fyllingu og ferska sýru. Vel má greina epli, ferskju og vínber. Hér er freyðivín fyrir ykkur sem viljið hafa það í sætari kanntinum. Einstaklega gott að bera það fram t.d. með ostabakkanum eða sætari eftirréttum. Freyðivínið er bæði lífrænt og veganvænt.

Pizzolato Prosecco

Lifandi og ferskt freyðivín frá Ítalíu á frábæru verði. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Vel má greina epli, ferskjur og vínber. Frábært sem fordrykkur en hentar einnig vel með smárréttum, sjávarréttum og kökum. Frábær kostur fyrir þá sem eru vegan.

Pol Roger Brut Reserva

Pol Roger – vínhúsið var stofnað árið 1849 í Epernay, kampavínið er gert úr þremur þrúgum, pinot noir, pinot meunier og chardonnay. Það er látið liggja á flösku í a.m.k. þrjú ár. Fölgult á lit og þétt freyðing, þurrkuð epli, apríkósur og pera. Ferskt, míneralískt og margslungið, frábært kampavín. Vín sem parast mjög vel með sushi, skelfisk og meðalsætum eftirréttum.

Willm Crémant D‘Alsace Brut

Fínlegt og elegant freyðivín frá Willm. Crémant er gert með sömu aðferð og kampavín og kemst sú tegund af freyðivíni næst kampavíni í gæðum. Vínið er með ferska sýru og fíngerða freyðingu. Það má greina græn epli, peru og sítrus. Þetta er frábært vín fyrir þá sem kjósa fersk og ósæt vín. Það hentar vel með t.d. skelfiski, grænmetisréttum og eftirrétttum.