Jarðaberja Gin & Tónik

Hráefni

2-3 fersk jarðarber
5 cl Martin Miller’s gin
1 cl sykursíróp
2 dl tónik, bleikt eða venjulegt
Klakar
Lime sneið

Aðferð

Byrjið á því að merja jarðarberin og blandið þeim saman við sykursíróp.
Hellið jarðaberjunum í gegnum sigti í hátt glas.
Bætið við gini, tónik og hrærið varlega saman.
Bætið klökum út í og lime sneið. Njótið.