Passoa ostakaka

Hráefni

hafrakex

90 g smjör

500 ml rjómi

400 g rjómaostur

200 g flórsykur

½ dl Passoa

100 g smjör

100 g hvítt súkkulaði

Aðferð

Aðskiljið kremið frá kexinu og setjið í sitthvora skálina.

Bræðið smjörið.

Myljið kexkökurnar (án kremsins) og blandið smjörinu saman við.

Takið smelluform, 23 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggja upp að hliðunum líka.

Þrístið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.

Rjómaostur er hrærður ásamt flórsykrinum og passoa.

Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

Hellið ostakökudeiginu í smelluformið, setjið í frystinn yfir nótt, a.m.k. 3-4 klst.

Bræðið smjörið og bætið hvíta súkkulaðinu út í, blandið þar til bráðnað og samlagað.

Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna og kælið þar til það hefur stirðnað.

Takið smelluformið af og berið kökuna fram u.þ.b. klukkutíma eftir að hún er tekin úr frysti.

Uppskrift: Linda Ben

Share Post