French 75

 

Hráefni:

3 cl Roku gin

2 cl sykursíróp

2 cl sítrónusafi

Klakar

1,5 dl Lamberti Prosecco

Aðferð:

Hristið saman gin, sykursíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara.

Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco.

Skreytið með sítrónu og njótið.

Sykursíróp

Blandið saman 200 ml af vatni og 200g af sykri í pott. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.