Hátíðlegt lambakjöt með sælkerasósu

Fyrir um 4 manns

Hráefni

Lambafille

 4 lambafille

 30 g smjör

 Filppo Berio ólífuolía

 3 hvítlauksrif, pressuð

 Rósmarín

 Salt og pipar eftir smekk

Sveppasósa

 2 msk smjör

 1 box sveppir skornir í sneiðar

 1 skarlottulaukur skorinn í sneiðar

 3 hvítlauksrif rifin

 2 msk hunang frá Rowse

 2 dl Cune rauðvín

 2 msk Oscar lambakraftur

 1 dl vatn

 2,50 dl rjómi

 Salt og pipar eftir smekk

Meðlæti

 Salat og karftöflur eftir smekk

Aðferð

Lambakjöt

Steikið lambafille upp úr smjöri og rósmarín og bætið hvítlauknum út í.

Steikið kjötið í 2-3 mínútur á hverri hlið og klárið svo að elda kjötið í ofni á 180°C í 8 mínútur.

Takið út og látið standa í ca 10 mínútur.

Sveppasósa

Smjörsteikið sveppina, scharlotte laukinn á pönnu og rífið hvítlaukinn út á og látið malla.

Bætið hunangi og rauðvíni út á og látið malla í nokkrar mínútur.

Bætið Oscar lambakraftinum og vatninu því næst út á pönnuna.

Að lokum fer rjóminn út á.

Sjóðið niður þar til sósan er byrjuð að þykkna.

Einnig má nota þykkjara ef maður kýs.

Njótið með Cune Gran Reserva.

Uppskrift: Vigdís Ylfa