Bláberja & Rósmarín Moscow Mule

Hráefni

4 cl Russian standard vodka

2 cl bláberja Mickey Finn

½ dl fersk bláber

2 dl engiferbjór

Klakar

1 rósmarín stöngull

1 kanilstöng

Aðferð

 

Hellið vodka, mickey finns og bláberjum í glas. Merjið þetta vel saman með kokteilamerjara.

Hellið engiferbjór saman við og fyllið glasið með klökum. 

Setjið rósmarín stöngul og kanilstöng ofan í og njótið.

Uppskrift: Hildur Rut