Bláberja Prosecco Mojito

Hráefni:

4 cl. Brugal Blanco romm

4 cl. ferskur límónusafi (safi úr 2-3 límónum)

1 msk. hrásykur

1 fl. Lamberti Prosecco

Fersk Mynta

Fersk bláber

Aðferð:

  1. Merjið bláber og myntu í botninn á glasinu, bætið hrásykri saman við ásamt límónusafanum og hrærið í. Gott að láta bláberin og myntuna liggja aðeins í límónusafanum og hrásykrinum.
  2. Fyllið glasið með klaka og hellið romminu út í.
  3. Fyllið upp með Prosecco og skreytið með myntu og bláberjum.