Heitt jólakakó með Stroh

Uppskrift dugar í 3-4 glös

Hráefni:

500 ml nýmjólk

2 stjörnuanís

Börkur af hálfri appelsínu (í stórum sneiðum)

100 g dökkt súkkulaði

1 msk. sykur

1 msk. Cadbury bökunarkakó

¼ tsk. salt

¼ tsk. kanill

100-150 ml Stroh 60 romm

Þeyttur rjómi, súkkulaðispænir og rifinn appelsínubörkur til skrauts

Aðferð:

Setjið mjólk, stjörnuanís og börkinn af appelsínunni saman í pott og hitið að suðu, lækkið hitann og leyfið að malla í um 10 mínútur til að fá bragð af anís og appelsínu.

Veiðið þá börkinn og stjörnurnar upp úr pottinum og bætið súkkulaði, sykri, kakó, salti og kanil saman við og leyfið súkkulaðinu að bráðna við vægan hita og hrærið vel í á meðan.

Þegar súkkulaðið er bráðið má bæta Stroh saman við og skipta niður í glös.

Að lokum má setja vel af þeyttum rjóma í hvert glas og skreyta með súkkulaðispæni og appelsínuberki.

Uppskrift: Gotterí