Cointreau Fizz með eplum og rósmarín

 

Hráefni:

6 cl Cointreau

3 cl ferskur límónusafi

3 sneiðar epli

Rósmaríngrein

9 cl sódavatn

Aðferð:

Kremjið saman epli og rósmarín í botninum á glasinu.

Bætið Cointreau, límónusafa og klaka út í glasið og fyllið upp með sódavatni.

Hrærið saman og skreytið með rósmarín grein og eplasneið.