Tígrisrækjur í krönsi með avókadó- og dill sósu

Hráefni

600 g stórar tígrisrækjur frá Sælkerafiski

8 dl Eat real hummus snakk með dilli

Ólífuolía/Pam sprey

Salt og pipar

2 egg

1 dl spelt

 

Sósa

2 avókadó

2 msk sýrður rjómi

Safi úr 1 lime

2 msk ferskt dill

Salt og pipar

Aðferð

Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með kökukefli svo það verði að mulningi.

Veltið tígrisrækjunum upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Næst veltið þeim upp úr speltinu, egginu og að lokum snakkinu. Mér finnst gott að nota tangir.

Dreifið rækjunum í eldfast form þöktu bökunarpappír og spreyið þær með Pam spreyi eða dreifið ólífuolíu yfir þær. 

Bakið í ca 5-6 mínútur við 200°C eða þar til þær eru orðnar stökkar að utan.

Á meðan rækjurnar bakast þá útbúið þið sósuna. Blandið saman avókadó, sýrðum rjóma, safa úr lime, dilli, salti og pipar með töfrasprota. En það er einnig hægt að stappa saman avókadó, saxa dill smátt og hræra saman við hin hráefnin.

Stráið fersku dilli yfir rækjurnar og berið fram með sósunni. Njótið!

Vinó mælir með: Corona með þessum rétt.

Uppskrift: Hildur Rut