Affogato eftirréttadrykkur

Hráefni sem þarf í hvert glas

Affogato er einfaldur ítalskur eftirréttur sem er hreint út sagt dúndurgóður! Ég elska Frappucchino og minnti þetta mig á slíkan drykk. Þessi eftirréttur myndi því henta vel þegar tími hefur ekki gefist til að undirbúa slíkan. Það þarf aðeins að hella upp á kaffi, hræra saman við sýróp og romm og setja ískúlur í fallegt glas eða skál.

 

Hráefni:

2 kúlur vanilluís

30 ml sterkt kaffi

30 ml Brugal Blanco Supremo romm

1 msk. maple síróp

Aðferð:

Hrærið saman heitu kaffi, rommi og sírópi.

Setjið 2 kúlur af ís í fallegt glas og hellið kaffiblöndunni yfir.

Fallegt er að sigta örlítið af bökunarkakó yfir í lokin.

Njótið eins fljótt og auðið er.

 

Einfalt, fljótlegt og gott, það er ekki hægt að biðja um mikið meira!

Uppskrift: Gotterí