Risarækju taco með mangó salsa og hvítlauks- lime sósu

 

Fyrir 2

 

Hráefni:

Risarækjur, 400 g

Klettasalat, 40 g

Kirsuberjatómatar, 125 g

Mangó, 1 lítið

Rauðlaukur, 35 g

Kóríander, 10 g

Majónes, 60 g

Sýrður rjómi 10%, 60 g

Límóna, 1 stk

Hvítlauksrif, 2 stk

Avacado, 1 stk

Litlar tortillur (6“), 8 stk

Aðferð:

  • Þerrið rækjurnar á hreinu eldhússtykki eða með eldhúspappír. Setjið rækjurnar svo í skál með smá olíu og salti. Pressið 1 hvítlauksrif saman við og blandið vel saman. Látið marinerast á meðan unnið er í öðru.
  • Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesi. Rífið börkinn af límónunni og pressið 1 hvítlauksrif. Hrærið límónuberki og pressuðum hvítlauk saman við sósuna ásamt 1 msk a límónusafa. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.
  • Skerið mangó og tómata í litla bita, saxið kóríander (líka stilkana) og sneiðið rauðlauk í þunna strimla. Blandið saman í skál.
  • Hitið um 1 msk af olíu við meðalháan hita. Steikið rækjurnar í 2 mín á annari hliðinin og svo 1-2 mín á hinni hliðinni eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Þetta er best að gera í 2 skömmtum svo rækjurnar steikist sem best. Smakkið til með salti og kreistu af límónusafa.
  • Hitið tortilla kökur í stutta stund eftir leiðbeiningum á umbúðum og sneiðið avacado.
  • Raðið klettasalati, rækjum, mangó salsa, avacado og hvítlauks lime sósu í tortillurnar og berið fram.

Vínó mælir með: Muga Rioja með þessum rétt.

Uppskrift og myndir:  Matur & Myndir