Fyllt svínalund með geitaosti

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

 • 1 svínalund
 • 5-6 sneiðar af beikoni
 • 6-7 smátt saxaðir sveppir
 • ½  laukur smátt saxaður
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 2 stórar lúkur spínat
 • 1 msk smátt saxaður graslaukur
 • Lúka af smátt saxaðri steinselju

Aðferð:

 1. Byrjaðu á því að skera í miðja lundina, niður í svona ¾ af henni.
  Skerðu þá út í báðar hliðar og reyndu að fletja hana út á brettið. Saltið og piprið yfir lundina.
 2. Setjið geitaostinn í skál með saxaða graslauknum, steinseljunni, smá salt, pipar og blandið vel saman.
 3. Steikið laukinn og hvítlaukinn á pönnu við miðlungsháan hita þangað til hann er orðinn aðeins mjúkur,
  bætið þá við sveppunum og spínatinu og steikið í 2-3 mínútur.
 4. Raðið beikonsneiðum undir svínalundina. Smyrjið rjómaostablöndunni yfir hana og síðan sveppablöndunni.
  Klemmið saman lundina og lokið með tannstöngli og beikoninu.
 5. Setjið í eldfast mót með kartöflusneiðum í 200° ofn í 45 mínútur.
 6. Takið út úr ofninum og setjið álpappír yfir og leyfið henni að standa í 10 mínútur áður en þið berið hana fram.

Vinó mælir með Cune Reserva með þessum rétt.