Crin Roja Tempranillo

Vínótek segir;

Crin Roja Tempranillo er vín úr þrúgum ræktuðum á sunnanverðri spænsku hásléttunni, nánar tiltekið á VDT-svæðinu Castilla sem nær yfir allt héraðið Castilla la Mancha, þetta er eitt stærsta víngerðarhérað veraldar. Tempranillo er fyrirferðarmikil á þessu svæði og er uppistaðan í þessu víni. Litur vínsins er dökkur, rauðfjólublár og angan einkennist af dökkum berjum, bláberjum, sólberjum og mildri kryddangan, út í lakkrís. Þetta er einfalt vín en ávöxturinn er þykkur og bjartur.

1.749 krónur. Mjög góð kaup. Fyrir „pizzur og pasta“ en má alveg grípa til með grillinu.

Share Post