Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Spænskt Lambalæri

Marta Rún ritar:

Þessi frábæra uppskrift af lambalæri er ótrúlega góð. Hellingur af spænskum brögðum þar sem chorizopulsan er full af kryddum ásamt hvítlauki, timían og paprikukryddi. Fullkomin réttur fyrir sunnudagslærið þar sem er aðeins brotið hefðina frá þessu klassíska lambalæri.
Borið fram með kinóa- og kjúklingabaunasalati sem er passar vel með.

Hráefni:

 • Lambalæri
 • Chorizo pulsa skorin í litla bita
 • 5 hvítlauksgeirar skorna í helming
 • 1 msk paprikuduft
 • 1 msk ólífuolía
 • ½ bolli brandy eða sherry
 • 1 tsk saxað timían

Aðferð:

 1. Setjið lærið í eldfastmót. Finnið til lítin beittan hníf og skerið lítil göt í lærið og setjið chorizo bitana og hvítlauksgeirana í götin .
 2. Blandið saman paprikukryddinu, olíu og brandy í skál. Hellið yfir allt lærið og setjið í kæli í minnsta kosti 3 klukkutíma. Það er best að lærið fái að marenerast yfir nótt.
 3. Hitið ofninn í 200°
 4. Setjið lambalærið í eldfast mót og stráið fersku timían, salti og pipar yfir allt lærið.
  Setjið inní ofn og eldið þar til ykkur finnst það best. Meðalsteikt á kjarnahitinn 60-65°

Látið lærið hvílast í 15 mínútur í álpappír áður en það er skorið.

Til þess að hafa smá sósu með, steiktu 2 hvítlauksgeira, ¼ smátt skorinn lauk í litlum pott í nokkrar mínútur. Bættu við eins og einu glasi af rauðvíni (best er að hafa það rauðvín sem er drukkið með matnum) og láttu sjóða niður ¾. Notaðu síðan allan kraftinn sem var í eldfasta mótinu með lambinu og sjóðið saman í nokkrar mínútur. Saltið og piprið eftir smekk.

Kínóa og kjúklingabauna salat.

Ferskt og gott sumarlegt salat sem passaði vel með kjötinu. Það góða við þetta salat er að nota það sem þú átt til í ísskápnum til að bæta við í salatið.

 • 1 bolli kínóa
 • 1 bolli (dós) af kjúklingabaunum
 • Fetaostur
 • ½ rauðlaukur
 • Kirsuberjatómatar
 • Mangó
 • Radísur
 • Sítróna
 • Ólífuolía
 • salt & pipar

Sjóðið bolla af kinóa á móti 3 bollum af vatni. Hellið á skál með kjúklingabaunum, ólífuolíu, safa úr hálfri kreistri sítrónu, salti og pipar og blandið öllu vel saman.
Skerðu það grænmeti sem þér finnst gott í litla bita og bætið við kínóa blönduna og hrærið saman.

Með þessum rétt bauð ég uppá eitt af mínum uppáhalds spænska víninu mínu frá Muga sem mér finnst passa vel með lambakjöti.

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vínó með Muga Reserva 

Muga Reserva

Víngarðurinn segir:

Muga hefur í gegnum árin verið eitt af allra bestu vínhúsum Rioja, að mörgu leyti skólabókardæmi um hvernig vín þessa héraðs eiga að vera. Stíllinn er klassískur Rioja-stíll, sem hefur engu að síður þróast með nútímalegri áherslum í héraðinu. 2012 er klassískur Muga, Dökkur kirsuberjaávöxtur í bland við sólber, kryddað, töluvert dökkristað kaffi, vanilla. Flott og vel strúktúrerað, kröftugt, öflug en mjúk tannín, langt. Kjötvín.

3.990 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir grillað rib-eye eða T-bone.

Share Post