Tapasveisla

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Tómatabrauð

Lykilatriðið hér er gott brauð og þroskaðir tómatar.

Skerið brauðið í þunnar sneiðar og ristið í ofni. Nuddið einum hvítlauksgeira á hverja sneið og ásamt þroskuðum tómat.

Hellið gæða olífuolíu yfir brauðið og saltið með Maldon-salti ásamt pipar úr kvörn.

Berið brauðið fram með þurri spænskri skinku.


Bravas (spænskar kartöflur)

Patatas bravas eru kartöflur þaktar sterkri tómatsósu, majónesi og ferskri steinselju. Venjulega eru kartöflurnar djúpsteiktar en einnig hægt að baka þær í ofni.

Lykilatriðið hér eru nýjar kartöflur um 1 kg skornar í litla bita ásamt góðri olífuolíu, klípu af góðu salti og svartur pipar. Hitið kartöflurnar í

Hitið ofninn í 190° C. Setjið kartöflurnar í í sjóðandi vatn í 5 mínútur. Takið vatnið frá og raðið kartöflunum á ofnplötu og leyfið þeim að þorna.

Hellið ólífuolíu yfir kartöflurnar og saltið og piprið og blandið saman.

Bakið kartöflurnar í 35 mínútur og hrærið í einu sinni til að fá jafna bökun.

Berið kartöflurnar fram með bravas tómatsósu, majónesi og ferskri steinselju.

 

Bravas tómatsósa

1 dós hakkaðir tómatar

1 matskeið tómatpúrra

3 hvítlaukar

1/2 laukur

1,5 teskeið reykt paprika

1/2 teskeið Cayenne pipar *

2 tsk ólífuolía

*Magnið af cayenne pipar sem þú bætir við er hægt að breyta eftir því hversu sterka þú vilt hafa sósuna. 1/2 tsk er miðlungs krydduð sósa.

Maukið öll innihaldsefnin nema ólífuolíuna í skál með töfrasprota. Hitið ólífuolíu í pönnu og hellið sósunni útá pönnuna og leyfið henni að malla í 5 mínútur á miðlungs hita.


Kjúklingavængir

10 kjúklingavængir

1 msk hvítvíns- eða rauðvínsedik

1 laukur, saxaður smátt

2 msk hvítlaukur, saxaður fínt

1 ferskur rauður chilli, fínt saxað

1 matskeið reykt paprika

1/4 bolli ólífuolía

 1 tsk oregano krydd

Aðferð:
Setjið kjúklingavængina í skál og bætið öllum hráefnunum saman við. Geymið í ísskáp í 3 klst.

Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið kjúklingavængjunum í eldfast mót og bakið í 35 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Kreistið sítrónusafa yfir og bætið saxaðri steinselju saman við.

Uppskrift á góðri Sangríu má finna hér.