Einfaldur og ljúffengur humar í hvítlauks smjöri

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 400 g Humar skelflettur
 • 200 g Smjör (ósaltað)
 • 2 Hvítlauksgeirar
 • Salt og pipar
 • Börkur af ½ sítrónu
 • Fersk steinselja
 • Baguette

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að bræða smjörið í potti. Rífið hvítlauksrifin út í smjörið. Slökkvið undir smjörinu.
 2. Þerrið humarinn vel og setjið hann út í smjörið, setjið lokið á pottinn og leyfið humrinum að eldast hægt og rólega í heita smjörinu, ca 15 mín.
 3. Rífið börkinn af hálfri sítrónu út í smjörið með humrinum.
 4. Berið fram með baguette og ferskri steinselju.

Vinó mælir með Willm Pinot Gris Reserve með þessum rétt.