Salat með risarækjum í hvítlauksmarineringu

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 1 pakki risarækjur (um það bil 12 rækjur)
 • 2 hvítlauksgeirar
 • kóríander krydd
 • lime
 • salt og pipar
 • ólífuolía
 • 250 g spínat
 • 1 mangó
 • 2 lítil avocadó
 • 5-7 kirsuberja tómatar
 • 1 lítil krukka fetaostur
 • lúka af kóríander
 • ½ rauður chilli

Aðferð:

 1. Setjið risarækjurnar í skál, kreystið hvítlaukinn yfir með hvítlaukspressu, rífið börkinn af 1 lime, kryddið með salt, pipar og kóríander kryddi. Hellið góðum slurk af ólífuolíu yfir eða u.þ.b. 2-3 msk og blandið vel saman. Látið marinerast í hálftíma ef þið eigið hann til en annars bara á meðan salatið er útbúið.
 2. Skolið spínatið, þerrið og raðið því á fallegan disk. Skerið mangóið, avocadóið og kirsuberjatómatana niður í hæfilega stóra bita og raðið því á diskinn líka.
 3. Dreifið feta ostinum yfir, notið eins mikla olíu með og ykkur finnst gott að hafa (ég sigta hana smá frá svo það verður alltaf svolítið eftir í krukkunni).
 4. Steikið risarækjurnar á pönnu upp úr marineringunni þangað til þær eru eldaðar í gegn eða um leið og þær eru orðnar bleikar í gegn (passa að elda þær ekki of mikið), raðið þeim ofan á salatið og hellið marineringunni yfir líka.
 5. Rífið kóríander, skerið rauðan chilli og dreifið yfir salatið.

Vinó mælir með Muga White með þessum rétt.