Hið fullkomna pasta salat

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

1 lítill blómkálshaus
4 msk ólífuolía
3 hvítlauskgeirar
200 g pasta
1 lítill rauðlaukur
1 bolli fetaostur (lítil krukka)
Granatepli eða þurrkuð trönuber
6-8 saxaðir sólþurrkaðir tómatar
4 stórar lúkur spínat
salt og pipar

Salat dressing:

3 matskeiðar olífuolía
3 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið hunang
1 teskeið dijon sinnep
Salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.
Byrjið á því að rífa blómkálið í litla bita.
Setjið blómkálið í skál með 3 matskeiðum af ólífuolíu, smátt söxuðum hvítlauk, salti og pipar og blandaðu saman.

Dreifið blómkálinu á stóra ofnplötu og bakið í ofninum þar til það tekur á sig smá brúnan til, um 20-25 mínútur. Setjið til hliðar og látið kólna.

Sjóðið vatn í potti á meðan og eldið pastað þar til það er „al dente“ eða ca. 2 mínútum minna en pakkinn segir. Þegar pastað er tilbúð skolið það undir köldu vatni og hellið smá olíu yfir.

Til þess að búa til salat dressinguna hrærið saman ólífuolía, sítrónusafa, hunang, sinnep, salt og pipar skál. Setjið pastað í stóra skál með blómkálinu, rauðlauknum, fetaosti, sólþurrkuðum tómötum og granateplinu. Blandið öllu saman með salat dressingunni. Bætið við spínati og blandið saman einu sinni enn. Smakkið til með salti og pipar.

Vinó mælir með Muga Rósavín með þessum rétt.