Pasta með stökkri hráskinku og aspas

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

90 g af hráskinku
1 laukur
600g aspas
ólífuolía
400g pasta
Salt & pipar
Grænmetissoð (1 teningur + vatn)
20 g parmesanostur
½ sítróna

Aðferð:
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum.

Skerið hráskinkuna í litla strimla og laukinn í litla bita.
Skerið frá þar sem aspasinn er þránaður og skerið hann svo í litla bita.
Steikið hráskinkuna þangað til hún er orðin stökk.
Bætið ólífuolíu við og lauk og steikið þangað til laukurinn er orðinn glær.

Bætið aspasbitunum við (ekki efsta partinum) og steikið saman í tvær mínútur.

Bætið grænmetissoði við og látið malla saman í 5 mínútur. Bætið efsta partinum af aspasnum út á pönnuna.

Bætið pasta við á pönnuna og hræðið saman, notið pastavatnið til að losa um ef blandan fer að þykkna of mikið
og sjóðið allt saman í nokkrar mínútur.

Saltið, piprið og rífið parmesan ost yfir og að lokum kreistið sítrónusafa yfir réttinn.

Vinó mælir með Pares Balta Blanc de Pacs með þessum rétt.