Ostabakki og innbakaður brie

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • blámyglu ostur
  • Hvítmyglu ostur
  • Innbakaður brie með jarðaberja sultu
  • Kex að eigin vali
  • Jarðaber
  • Brómber
  • Græn vínber
  • Grænar ólífur
  • Chorizo
  • Hráskinka
  • Innbakaður brie með jarðaberjasultu:
    • Brie
    • Smjördeig
    • Jarðaberjasulta
    • Egg

Aðferð:

  1. Afþýðið eina lengju af smjördeigi.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  3. Fletjið það út svo það stækki örlítið (svo það nái utan um ostinn).
  4. Setjið olíu í eldfast mót.
  5. Skerið ostinn í tvennt (þvert), setjið neðri hlutann af ostinum ofan á smjördeigið, setjið góða matskeið af sultu á ostinn og setjið efri partinn af ostinum létt ofan á, setjið aðra góða matskeið af sultu yfir.
  6. Takið í hornin á smjördeiginu og klípið þau saman yfir ostinum eins vel og hægt er (ekki klessa hornin ofan í ostinn, þá sekkur smjördeigið ofan í sultuna og festist ekki saman), hornin geta losnað í ofninum, eins og gerðist hjá mér en það er í góðu lagi og að mínu mati mjög fallegt.
  7. Setjið ostinn í eldfast mót.
  8. Hrærið egg saman í skál og penslið eggi á smjördeigið.
  9. Bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þar til deigið er orðið vel púffað og byrjað að brúnast.

 

Vinó mælir með Adobe Reserva Rose með þessum rétt.