Ofnbakað lambalæri í kryddjurtahjúp með smjörbökuðum kartöflum og trönuberjasalati

 

Fyrir 4

 

Hráefni fyrir lambalærið

Lambalæri, 2 kg

Hvítlaukur, 15 g

Rósmarínlauf fersk, 6 g

Timianlauf fersk, 3 g

Ólífuolía, 40 g

Dijon sinnep, 1 msk

Sojasósa, 1 msk

Flögusalt, 2 tsk

Aðferð

 • Stillið ofn á 200 °C með yfir og undirhita.
 • Maukið saman rósmarín, timian, hvítlauk, ólífuolíu, sinnep, sojasósu og salt þar til mjúk smyrjarnleg blanda hefur myndast.
 • Þerrið kjötið og smyrjið svo vel með kryddjurtablöndunni. Stingið kjöthitamæli í þykkasta part kjötsins.
 • Leggið lambið á ofngrindina í miðju ofnsins og setjið álpappírsklædda ofnplötu í næsta grind fyrir neðan til þess að grípa vökvann sem lekur úr lambinu.
 • Bakið í um 90 mín eða þar til kjöthitamælir sýnir 54°kjarnhita. Ef toppurinn á kjötinu fer að brúnast of mikið yfir eldunartímann er gott að leggja álpappír yfir kjötið.
 • Takið lambið úr ofninum og látið hvíla undir álpappír í 15 mín áður en það er skorið.

Hráefni fyrir kartöflurnar

Kartöflur, 1 kg

Smjör, 40 g

Salt, 40 g

Vatn, 1 líter

 

Aðferð

 • Setjið 1 líter af vatni í pott ásamt saltinu og náið upp suðu. Skerið kartöflur í bita og sjóðið í 8 mín.
 • Sigtið vatnið frá kartöflunum, dreifið þeim yfir hreint eldhússtykki og leyfið að gufa í nokkrar mín.
 • Bræðið smjörið við vægan hita í pottinum og veltið kartöflunum svo upp úr smjörinu þar til kartöflurnar eru allar vel huldar smjöri.
 • Dreifið kartöflunum yfir ofnplötu með bökunarpappír og setjið inn í neðstu grind í ofninum þegar um 20 mín eru eftir af eldunartíma lambsins.
 • Bakið kartöflurnar við 200 ° yfir og undirhita í 20 mín en breytið í blástur þegar lambið er tekið úr ofninum. Bakið áfram í um 15-20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega gylltar, stökkar að utan en mjúkar að innan. Hrærið nokkrum sinnum í kartöflunum yfir bökunartíman svo þær brenni

Hráefni fyrir sósuna

Rjómi, 500 ml

Sýrður rjómi 10%, 2 dl

Kjúklingakraftur (duft), 2 tsk  / Oscar

Lambakraftur (duft), 4 tsk / Oscar
Sojasósa, 4 tsk

Provance krydd, 4 tsk

Sósulitur eftir smekk

Sósuþykkir eftir smekk

Aðferð

Setjið allt hráefnið fyrir sósuna saman í pott og látið malla við vægan hita í 20-30 mín. Smakkið til með salti ef þarf. Notið sósujafnara og sósulit eftir smekk.

Hráefni fyrir salatið

Salatblanda, 80 g

Fetaostur í kryddlegi, 80 g

Rauðlaukur, ¼ stk lítill

Graskersfræ, 5 msk

Trönuber þurrkuð, 5 msk

Smátómatar, 100 g

Aðferð

 • Sneiðið rauðlauk mjög þunnt, skerið tómata í bita og rífið salatblöndu eftir smekk.
 • Setjið öll hráefnin fyrir salatið saman í skál ásamt svolitlu af olíunni af fetaostinum og blandið vel saman.

Vínó mælir með: Lealtanza Reserva með þessum rétt.

Uppskrift: Matur & Myndir