Piparkökur með appelsínu romm glassúr

Piparkökudeig
500 g rúgmjöl
2 msk piparkökukrydd
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
50 g smjör
200 g hunang
2 egg
2 msk ferskur appelsínusafi
2 msk STROH 60
1 egg til penslunar

Sykraðar appelsínur
200 ml appelsínumarmelaði
2 appelsínur
1/2 msk vanillusykur
1 kanilstöng
3 negull
2 msk STROH 60

Appelsínu glassúr
200 g flórsykur
2 eggjarauður 
Hýði af 1 appelsínu
2  msk appelsínusafi
1 msk STROH 60


Aðferð:

Sykraðar appelsínur 

Fyrir sykraðar appelsínur, skrælið eina appelsínu og skerið báðar appelsínurnar í 4mm þunnar sneiðar. Setjið öll hráefnin í pott og hitið að suðu. Látið malla í 15 mínútur, þar til appelsínurnar eru sykraðar. Setið appelsínurnar á bökunarpappír. Geymið restina af marmelaðinu.     

Piparkökur
Fyrir piparkökurnar, blandið hveiti, piparkökukryddi, salti og matarsóda. Bætið við smjöri. Hrærið restinni af hráefnunum saman og hnoðið deigið vel saman. Bætið við meira vökva ef þess þarf. Vefjið deiginu inn í plastfilmu og látið deigið hvíla í 1klst. Forhitið ofninn í 180° C með blæstri. Fletið út deigið og þykktin á að vera um 1 cm. Piparkökurnar eru mótaðar með piparkökuformum. Fyrir appelsínu piparkökurnar, notið hringlaga form. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír.  Penslið piparkökurnar með eggi eða setjið sykraðar appelsínur ofan á. Bakið í 10 mínútur. Kælið.   

Glassúr

Hrærið saman eggjarauðum, appelsínusafa og hýði, STROH og sykur saman með þeyttara. Glassúrinn á að vera þykkur og viðráðanlegur að vinna með. Bætið við meiri vökva eða sykur, ef þess þarf. Notið hníf til þess að smyrja glassúr á piparkökurnar. Skreytið piparkökurnar með glássúr og leyfið honum að harðna í nokkrar klukkustundir. Smyrjið appelsínupiparkökurnar með restina af marmelaðinu.