STROH Glögg

Undirbúningur 20 mínútur. Látið standa yfir nótt við stofuhita. Uppskriftin miðast við 6 skammta.

Uppskrift:

1 liter af Adobe Reserva Cabernet Sauvignon
70 g af sykri
1 pakki vinillusykur
8 cl STROH 80
Fræ úr vanillustöng
2 tsk af fersku engiferi, saxað
2 kanilstangir
2 anís stjörnur
70 g af möndlum, afhýddar
3 msk af rúsínum (valkvætt)
2 epli, fyrir skreytingu

Aðferð:

Flysjið hýðið utan af engifer. Setjið rauðvínið í pott og látið krauma við meðalhita. Bætið við sykur, vanillusykur, vanillustöng, kanilstöng, anís stjörnu, STROH romm og saxað engifer. Bætið við rúsínum. Lækkið hitann og látið malla í nokkrar mínútur. Takið af hitanum og látið standa í að minnsta kosti 6 klukkustundir, helst yfir nótt. Sigtið síðan kryddið frá og hitið glöggið upp aftur. Bætið við möndlum og rúsínum (valkvætt). Skerið út stjörnur í eplin. Hellið glögginu í bolla og skreytið með eplastjörum.

Post Tags
Share Post