Tacos með bbq bleikju og mangósalsa

Fyrir 2

 

Hráefni

500 g bleikja

2-3 msk Heinz BBQ sósa

Salt & pipar

Mission street tacos

1,5 dl sýrður rjómi

1-2 tsk jalapeno Tabasco

Romaine salat eða annað salat

1 vorlaukur

Sesamfræ

Mangósalsa

1 tómatur

½ mangó

1 avókadó

Safi úr ½ lime

Aðferð

Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Saltið og piprið bleikjuna og smyrjið hana með BBQ sósunni.

Bakið í ofni við 190°C í 12-15 mínútur.

Smátt skerið tómat, mangó og avókadó. Blandið saman í skál ásamt safa úr lime.

Hrærið saman sýrðum rjóma og jalapeno Tabasco sósu.

Skerið vorlauk smátt og skerið romaine salatið í strimla.

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu og smyrjið þær með sýrða rjómanum. Dreifið salatinu, salsanu og fiskinum yfir. Toppið með vorlauk og sesamfræjum. Njótið vel 🙂

Vínó mælir með: Corona með þessum rétti.

Uppskrift: Hildur Rut