Sítrónu risarækju spaghetti

 

250 g spagettí

400 g litlar tígrisrækjur

salt og pipar

2 msk capers

1 dl olía

Börkur af 1 sítrónu

Safi úr 2 sítrónum

½ bolli ólífu olía

¾ rifinn parmesan ostur

½ bolli pasta soð

ferskt basil

 

Avókadó salsa

2 avókadó

10 kokteiltómatar

Safi úr ½ lime

1 msk kóríander, smátt saxað

Aðferð:

 

Spagettíið er soðið í miklu vatni þangað til það er orðið „al dente”, það er þegar spagettíið er næstum því tilbúið, smá stíft ennþá.

Capersið er þurrkað í eldhúspappír.

1 dl af olíu er hituð vel á lítilli pönnu og capersið djúpsteikt í olíunni í 2 mín eða þangað til það opnast. Það er svo tekið af pönnunni og auka olían tekin í burtu með því að þerra capersið aftur á eldhúspappír.

Risarækjurnar eru kryddaðar með salt og pipar og steiktar á pönnu þangað til þær eru bleikar í gegn.

Í stóra fallega skál rífið þið börkinn af 1 sítrónu og kreistið svo safann úr 2 sítrónum.

Bætið ½ bolla af ólífu olíu í skálina ásamt parmesan ostinum, hrærið saman.

Setjið spagettíið í skálina ásamt ½ bolla af pasta soði, hrærið saman.

Setjið ferskt basil á pastað eftir smekk.

Vinó mælir með: Adobe Chardonnay með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben