Martin Milles’s Gin hlýtur hæstu einkunn hjá Beverage Testing Institude

Tvenn platínuverðlaun og eitt gull til Martin Miller’s Gin í blindsmökkun, 17 árum eftir að það var nefnt ‘Besta gin veraldar.

Hið mikilsvirta drykkjamatsfyrirtæki Beverage Testing Institute (BTI) veitti nýlega Martin Miller’s Gin sína æðstu viðurkenningu, sjálf Platínu-verðlaunin, bæði fyrir hið rómaða Westbourne Gin og svo aðalútgáfuna Original Gin, ásamt því að 9 Moons, fyrsta tunnuþroskaða útgáfan af gini frá Martin Miller’s, hlaut Gullverðlaun.

Martin Miller‘s var fyrsta „super premium“ ginið þegar það kom á markaðinn fyrir 20 árum síðan og leiddi þannig vinsældabylgjuna sem gin hefur notið undanfarna tvo áratugi. Það er því tvöfalt tilefni til fagnaðar hjá Martin Miller‘s Gin; bæði fagnar fyrirtækið stórafmæli og svo hinum mikilvægu viðurkenningum frá BTI, en þær undirstrika stöðu Martin Miller‘s Gin á heimsvísu sem viðmiðið þegar kemur að gini í allra hæsta gæðaflokki.

Beverage Tasting Institute gefur út bæði einkunnagjöf og umsagnir, ásamt bæklingum og fræðslu fyrir neytendur og söluaðila. BTI hefur staðið fyrir sanngjörnustu og gagnsæjustu umsögnunum sem koma út um bjór, léttvín og sterk vín allt frá árinu 1981. Einkunnagjöfin kemur frá hópi sérfræðinga sem samanstendur af smásöluaðilum, veitingastjórum, blaðamönnum, kaupendum, barþjónum og vínþjónum, sem allir hafa verið rækilega skoðaðir og metnir, og þjálfaðir í aðferðafræði blindsmökkunar.

Martin Miller‘s Westbourne Gin – sem er í miklu uppáhaldi meðal barþjóna sem leitast við að gefa klassískum gin-kokteilum svolítinn sjarma af gamla skólanum – var fyrst hleypt af stokkunum árið 2003. Þá þegar hlaut það 97 stig hjá BTI, sem lýsti því um leið yfir að hér væri komið besta gin veraldar og sæmdi það nafnbótinni Sterkt vín ársins (e, Spirit of the Year). Nú hefur ginið hlotið sömu úrvalseinkunnina aftur og fær því æðstu heiðursnafnbót sem BTI veita, Platínum verðlaunin eða „The Superlative Platinum Medal“. Þetta staðfestir að Martin Miller‘s Westbourne Gin hefur haldið stöðu sinni sem sígilt gin í allra efsta gæðaflokki.

Martin Miller‘s Original Gin – hið upprunalega gin fyrirtækisins og tærasta birtingarmynd þess sem merkið stendur fyrir – fylgdi fast á hæla Westbourne-ginsins, hlaut sömu Platínuverðlaunin og einkunn upp á 96 stig. Gullverðlaunahafinn var svo Martin Miller‘s 9 Moons, tunnuþroskaða ginið sem fær að ná fullkominni mýkt meðan það situr í 9 tungl á frönskum eikarámum í íslensku umhverfi í Borgarfirðinum. Það hlaut 93 stig hjá BTI og þar með Gullverðlaun.

Martin Miller‘s Gin hafa skapað sér nafn og sérstöðu með því að framleiða gin upp á enska vísu en með íslensku lindarvatni, hinu tærasta í heimi. Innihaldsefnin spila saman hvert við annað og laða í sameiningu fram einstakt bragðið, með silkimýkt í munni sem er ástæða velgengni þessa gins frá fyrsta degi. Þetta er það sem hefur gert það að verkum að Martin Miller‘s Gin er hið mest verðlaunaða í heimi síðastliðin 20 ár og skapar því sess sem „Super Premium Gin“.

Einkunnir frá umsagnaraðilum BTI voru meðal annars á þessa leið: Martin Miller‘s Westbourne Gin er kraftmikið, seiðandi og ilmríkt í nefi; í fullkomnu jafnvægi, töfrandi og framúrskarandi í Martini. Original ginið er aftur á móti grösugt í ferskleika sínum, með ríkulegu bragði með viðartónum í nefi ásamt ferskum keim af gúrku. Frábært samspil í margslungnu bragði. 9 Moons er flauelsmjúkt og ljúft tunnuþroskað gin; einstakt eikað sterkt vín sem gefur kokteilum einstaka áferð.“

Robert Eastham, alþjóðlegur sölu- og markaðsstjóri Martin Miller‘s Gin segir: „Fyrir tuttugu árum síðan bjuggu stofnendur Martin Miller‘s Gin til vökva sem átti eftir að umbylta stöðnuðum geira innan drykkjarvörumarkaðarins í einn þann söluhæsta og mest spennandi í öllum drykkjabransanum. Um þessar mundir er gin að upplifa áhuga og gæðastaðal sem ekki hefur sést áður, og þess vegna lítum við á það sem forréttindi að hljóta þær viðurkenningar fyrir gæði sem þessi mikilsvirti og óháði aðili hefur nú veitt okkur. Við höfum alltaf sagt að vökvinn sem við búum til tali fyrir sig sjálfur og það er okkur því einstakt ánægjuefni að sjá hann skora svo hátt í blindsmökkun. Þessar viðurkenningar bætast við þær sem við hjá Martin Miller‘s Gin höfum þegar hlotið á árinu, ein Master-verðlaun og tvenn Gullverðlaun á The Spirits Business Gin Masters 2020.“

Frekari upplýsingar má finna á www.martinmillersgin.com.