Ofnbökuð bleikja með pankó krösti og feta-dillsósu
Fyrir 2
Bleikja, 500 g
Sítróna, 1 stk
Smjör, 40 g
Marokkóskt fiskikrydd, 1 msk / Kryddhúsið
Steinselja, 5 g
Hvítlaukur, 1 rif
Pankó raspur, 0,5 dl
Kartöflur, 600 g
Ferskt dill, 3 msk saxað
Fetaostur hreinn, 25 g
Sýrður rjómi, 40 ml
Japanskt majónes, 40 ml / Má nota venjulegt
Aðferð:
Forhitið ofn í 180°C með blæstri
Stappið saman fetaost við sýrðan rjóma, majónes og 2 msk af söxuðu dilli. Smakkið til með salti ef þarf.
Skerið kartöflur í bita og veltið upp úr olíu, salti og 1 msk af söxuðu dilli. Bakið í neðstu grind í ofni í um 30 mín eða þar til kartöflurnar eru fallega gylltar og mjúkar í gegn. Rífið smá sítrónubörk yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum.
Ristið pankó rasp á heitri pönnu með smá olíu þar til raspurinn er farinn að taka gylltan lit. Pressið hvítlauksrif saman við og ristið áfram í stutta stund þar til allur raspurinn er fallega gyllltur en hrærið vel í á meðan svo ekkert brenni. Smakkið til með salti.
Bræðið smjör. Saltið bleikju og kryddið með Marokkósku fiskikryddi. Dreipið bræddu smjörinu yfir bleikjuna og dreifið steinselju yfir. Bakið bleikjuna í miðjum ofni í 8-12 mín eða þar til bleikjan er fullelduð og losnar auðveldlega í sundur með gaffli. Dreifið ristuðum pankó raspi yfir bleikjuna þegar eldunartíminn er sirka hálfnaður.
Berið fram með góðu salati.