Tyrkisk Passoa

 

Hráefni:

3 cl Passoa

3 cl Brugal blanco supremo romm

1 dl trönuberjasafi

2 dl mulinn klaki

½ poki Tyrkisk peber brjóstsykur (dugar í nokkra kokteila)

Ástríðu ávöxtur (dugar í nokkra kokteila)

Aðferð:

Byrjið á því að mylja tyrkisk peber í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.

Hellið brjóstsykursmulningnum á disk og hellið vatn í skál. Skreytið glas með því að dýfa því fyrst í vatnið og láta það svo leka af í nokkrar sekúndur. Dýfið svo glasinu í brjóstsykurinn og þekjið brúnina á því með Tyrkisk peber.

Hellið passoa, rommi, trönuberjasafa og klaka í kokteilahristara og hristið vel í ca. 15 sekúndur.

Hellið í skreytta glasið og skreytið með einni sneið af ástríðu ávexti. 

 

Uppskrift Hildur Rut Ingimars / Trendnet