Ofnbakaðar Tortillarúllur

Fyrir 2-3

Hráefni

500 g nautahakk

Krydd: 1 tsk salt, ¼ tsk chili duft, ½ tsk cumin, ½ tsk reykt paprika, ½ tsk laukduft

1 pkn original tortilla frá Mission (fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup)

1 laukur

2-3 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

1 salsa sósa frá Mission

Sýrður rjómi

4 tómatar, smátt skornir og fræhreinsaðir

6 ½ dl rifinn cheddar ostur

1 dl rifinn mozzarella ostur

 

Aðferð

Byrjið á því að steikja lauk og hvítlauk upp úr ólífuolíu. Bætið nautahakki saman við og kryddið.Hellið svo salsa sósunni út í og hrærið vel saman.

Smyrjið hverja tortillu með 2 tsk sýrðum rjóma, dreifið rúmlega 1 dl af nautahakki yfir, stráið ½ dl cheddar osti yfir og 1-2 tsk af tómötum.

Rúllið tortillunum upp og skerið svo í fjóra bita.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og dreifið tortillarúllunum ofan í.

Dreifið mozzarella og cheddar osti og restinni af tómötunum yfir.

Bakið í 8-10 mínútur við 190°C.

Stráið kóríander yfir eftir smekk og berið fram með heimagerðu guacamole og sýrðum rjóma. Njótið.

Vínó mælir með: Corona með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut