Heimsins bestu nauta grillspjót með chimichurri

Fyrir 3-4

Hráefni

Nautalund, 800 g / Skorin í 4 cm bita

Grillpinnar, 6 stk

Rauðlaukur, 1 stk

Rauð paprika, 1 stk

Rósmarín, 2 stilkar

Hvítlaukur, 5 rif / 18 g

Ólífuolía, 120 ml

Breiðblaða steinselja, 30 g

Kóríander, 10 g

Þurrkað oregano, ¾ tsk

Chiliflögur, ½ tsk eða eftir smekk

Sítróna, 1 stk

 

Aðferð

Leggið grillspjótin í bleyti 60 mín áður en á að elda svo viðurinn brenni síður.

Tínið rósmarínlaufin af stilknum og saxið smátt. Við viljum vera með sirka 2 msk af söxuðu rósmarín.

Setjið kjötið í skál ásamt olíu, söxuðu rósmarín, 3 pressuðum hvítlauksrifum (12 g) og 1 msk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín

Saxið steinselju og kóríander mjög smátt. Setjið í skál ásamt olíu, chiliflögum, oregano, 1,5 pressuðu hvítlauksrifi (6 g) og 1 tsk af flögusalti. Kreistið um 1 msk af sítrónusafa saman við og smakkið svo til með meiri hvítlauk, salti og sítrónusafa ef þarf. Gott er að láta sósuna standa í a.m.k hálftíma.

Hitið grill upp í 200°C.

Skerið lauk og papriku í bita svipaða að stærð og kjötið. Þræðið kjötið, lauk og papriku til skiptis á grillspjótin og grillið í um 10 mín en snúið á 2,5 mín fresti.

Berið spjótin fram með t.d. grilluðum maís og sætum kartöflum.

Vínó mælir með: Altanza Crianza með þessum rétt. 

Uppskrift: Matur og Myndir