Ljúffengur parmesan kjúklingaborgari

Fyrir 3-4

Hráefni fyrir kjúklingaborgara

3 kjúklingabringur

1 ½ dl Panko raspur

1 ½ dl parmesan ostur

1 egg

Cayenne pipar

Salt og pipar

Ferskur mozzarella ostur, 2 stórar kúlur

Klettasalat eða salatblanda

Tómatar

Fersk basilika

Hamborgarabrauð

Aðferð

Pískið egg í skál. Hrærið saman raspi, rifnum parmesan osti, cayenne pipar, salti og pipar í djúpum diski eða skál.

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verði tvær þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan parmesanblöndunni.

Bakið í u.þ.b. 25-30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Skerið mozzarella í sneiðar eða rífið hann og dreifið ofan á bringurnar.

Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

Hitið hamborgarabrauðin í ofni og smyrjið þau svo með hvítlaukssósunni. Dreifið klettasalati á botninn, svo kjúklingi, basiliku tómötum og lokið borgaranum.

Hráefni fyrir Hvítlaukssósu

4 msk majónes

2 msk sýrður rjómi

1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft

1 msk safi úr sítrónu

Laukduft

Salt og pipar

Aðferð

Hrærið öllum hráefnunum saman. Mæli með að smakka sósuna til.

 

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétti.

Uppskrift: Hildur Rut