Lambahamborgari

Hráefni

Lambaborgari

500 g lambahakk

1 stk rauðlaukur

smátt skorinn

4 stk hvítlauksgeirar

2 msk Heinz milt sinnep

1 búnt steinselja

1 egg

salt og pipar

Borgari

Hamborgarabrauð

Heinz majónes

Heinz milt sinnep

Smjörsteiktir sveppir

rauðlaukssulta

spælt egg

salat

Rauðlaukssulta

5 stk rauðlaukur

skorinn í sneiðar

2 msk Filippo Berio ólífuolía

1 dl Filippo Berio balsamikedik

100 g púðursykur

3 msk rifsberjagel

salt

Aðferð

Borgari

Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið vel. Mótið 4-5 hamborgara. Steikið borgarana á pönnu, eða grillið. Ef þeir eru grillaðir er betra að kæla þá fyrst.

Setjið Heinz majónes og sinnep í hamborgarabrauð ásamt salati, borgurunum, sveppunum, rauðlaukssultunni og spælda egginu.

Rauðlaukssulta

Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið rauðlaukinn út á pönnuna og steikið þar til hann er farinn að mýkjast, saltið.

Setjið púðursykurinn út á pönnuna og leyfið lauknum að mýkjast meira. Hellið balsamikinu út í og bætið svo rifsberjagelinu við og látið malla í ca 10 mín.

Við mælum með Stella Artois með þessum frábæra rétt.

Uppskrift: Vigdís Ylfa