Grillaður maís með rjómaostasmyrju

Uppskrift dugar fyrir 6 stykki

Hráefni

6 x ferskur maís

230 g Philadelphia rjómaostur með lauk og graslauk

30 g rifinn parmesan ostur

1 msk. lime safi

1 tsk. Tabasco sósa

½ tsk. hvítlauksduft

½ tsk. paprikuduft

¼ tsk. chilli flögur

Salt og pipar eftir smekk

Smá smjör til penslunar

Ferskur kóríander til að strá yfir í lokin

 

Aðferð

Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn.

Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri.

Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni.

Grillið í stutta stund á öllum hliðum.

Toppið síðan með vel af rjómaostasmyrju, parmesan og smá chilliflögum ef þið þorið.

 

Vínó mælir með: Stella Artois með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri.is