Grænmetis “gúllas” með kartöflumús

Hráefni

2 msk ólífu olía

1 laukur

250 g sveppir

2-3 gulrætur

1 rauð paprika

2-3 hvítlauksgeirar

1 dós hakkaðir tómatar

1-2 dl rauðvín

2 dl vatn

Grænmetiskraftur

¼ tsk timjan

¼ tsk oreganó

½ papriku krydd

Salt & pipar

Aðferð

Skerið laukinn niður smátt, setjið ólífu olíu á pönnu og steikið laukinn.

Skerið sveppina og gulræturnar í sneiðar og bætið út á pönnuna og steikið.

Skerið paprikuna niður smátt og bætið henni pá pönnuna.

Rífið hvítlaukgeirana út á pönnuna og steikið mjög létt, bætið hökkuðu tómötunum út á.

Hellið rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetiskrafti, timjan, oreganó, papriku kryddi og salt&pipar. Leyfið öllu að malla á pönnunni við væga suðu í 10-15 mín með lokið á pönnunni, hrærið í reglulega.

Berið fram með kartöflumús.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Syrah með þessum rétti.

Uppskrift: Linda Ben