“General Tso’s” kjúklingur
Fyrir 4
Hráefni
Um 900 g kjúklingabringur (eða úrbeinuð læri)
100 g kartöflumjöl
Ólífuolía til steikingar
4 rifin hvítlauksrif
2 tsk. rifið ferskt engifer
1 krukka Blue Dragon Hoi sin sósa
2 msk. soyasósa
80 g púðursykur
3 msk. hvítvínsedik
1 tsk. Blue Dragon sesamolía
½ tsk. chilli flögur
Meðlæti: Hrísgrjón, sesamfræ, vorlaukur
Aðferð
Skerið kjúklinginn niður í bita, veltið upp úr kartöflumjölinu og steikið upp úr vel af ólífuolíu í nokkrum skömmtum á báðum hliðum þar til bitarnir verða stökkir og eldaðir í gegn. Færið jafnóðum yfir á disk og geymið.
Steikið síðan hvítlauk og engifer upp úr olíu við vægan hita í um eina mínútu og hellið þá öllum öðrum hráefnum saman við fyrir sósuna. Gott er að vera búin að píska það allt saman fyrst (Hoi sin sósu, soyasósu, púðursykur, hvítvínsedik, sesamolíu og chilli flögur).
Leyfið sósunni að sjóða aðeins niður við vægan hita og veltið kjúklingnum síðan upp úr henni.
Berið fram með soðnum hrísgrjónum, sesamfræjum og vorlauk.