BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

Uppskrift dugar í um 10 vefjur

  • Hægeldað svínakjöt í BBQ (sjá uppskrift)
  • Hrásalat (sjá uppskrift)
  • Salat
  • Rauðlaukur
  • Kóríander
  • Um 10 stk. Mission Wrap vefjur með grillrönd
  • Sætkartöflu-franskar (meðlæti)
  1. Hitið vefjurnar á pönnu eða í álpappír í ofni.
  2. Raðið öllu saman í vefjuna eftir smekk og berið fram með sætkartöflu-frönskum.

 

Hægeldað svínakjöt

  • Um 1,5 kg svínahnakki
  • 1 msk. season all krydd/svínakjötskrydd
  • 50 g púðursykur
  • 1 msk. salt
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. pipar
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 flaska Stella Artois bjór (330 ml)
  • 250 ml vatn
  • 1 msk. kjötkraftur
  • ½ flaska Sweet BBQ sósa frá Heinz
  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Nuddið season all kryddi/svínakjötskryddi á svínahnakkann og setjið í stóran pott með loki sem má fara í ofninn.
  3. Hrærið púðursykri, öðrum kryddum, ólífuolíu, bjór, vatni og kjötkrafti saman í skál og hellið yfir kjötið í pottinum.
  4. Setjið lokið á pottinn og inn í ofn í 5-6 klukkustundir, gott er að snúa kjötinu 2-3 x á meðan svo allar hliðar fái að liggja í vökvanum.
  5. Þegar kjötið er tilbúið má rífa það niður með göfflum, setja í skál, hella því sem eftir er af soðinu í pottinum yfir og bæta BBQ sósunni við. Hægt er að setja meira eða minna af BBQ sósunni eftir smekk.

 

Hrásalat

  • Um 200 g hvítkál (skorið í þunna strimla)
  • Um 70 g rauðkál  (skorið í þunna strimla)
  • Um 70 g gulrætur (skornar í þunna strimla)
  • 100 g sýrður rjómi
  • 80 g majónes
  • 1 tsk. hvítvínsedik
  • 1 msk. sykur
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
  1. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, ediki og sykri, kryddið eftir smekk.
  2. Hrærið síðan öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

 

 

Vinó mælir með: Stella Artois bjór með þessum rétt.

Uppskrift: Gotteri.is